Aron Can frumsýnir magnaða stuttmynd

Aron Can í myndbandinu.
Aron Can í myndbandinu. Skjáskot

Það er óhætt að segja að 9. áratugurinn sé allsráðandi í nýju lagi og nýrri stuttmynd sem tónlistarmaðurin Aron Can send frá sér í dag.

Stuttmyndin, FLÝG UPP X VARLEGA, var forsýnd í Sambíóunum Egilshöll í gærkvöldi og frumsýnd á YouTube núna í morgun. Óhætt er að segja að útkoman hjá Aroni og félögum sé glæsileg. Í myndinni bregður einnig fyrir öðrum tónlistarmönnum, m.a. GDRN, Birni og píanóleikarann Magnús Jóhann. Það er Erlendur Sveinsson sem leikstýrir stuttmyndinni eða tónlistarmyndbandinu.

Lagið „Flýg upp“ er fyrsta lagið af væntanlegri plötu Arons, nýr og ferskur R&B slagari með poppuðu yfirbragði sem pródúsentinn Þormóður Eiríksson gerði með honum en hann kemur nálægt ansi mörgum íslenskum smellum þessa dagana.

„Lagið var gert á einu kvöldi þar sem ég og Þormóður sátum í stúdíóinu langt fram á nótt. Í textanum er ég að kafa frekar mikið ofan í sjálfan mig og alla þá kosti og galla sem ég hef en samt sem áður fagna því báðu,“ segir Aron um lagð í fréttatilkynningu.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir