Skór Kanyes Wests seldust á 1,8 milljónir dollara

Skórnir seldust á 1,8 milljón dollara.
Skórnir seldust á 1,8 milljón dollara. Skjáskot/Instagram-síða hereshypeheaven

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Dýrustu strigaskór i heimi eru seldir. Það eru strigaskórnir sem Kanye West klæddist á Grammy-verðlaunahátiðinni 2008. 

Skórnir eru svartir og úr leðri ... og i alvöru bara ekkert spes. Ég hefði kannski keypt þá á 20.000 kall. 

View this post on Instagram

A post shared by Neat Heat (@neat_heat23)

Skórnir seldust á hvorki meira né minna en 1,8 milljónir dollara, og er þetta i fyrsta sinn sem skór seljast á meira en milljón dollara. 

Ég ætla rétt að vona að Kanye hafi ekki svitnað mikið í þeim og ekki skilið eftir táfýlu. En hvað veit maður svosem. Kannski eru þeir svona dýrir því það er einhver lykt í þeim.

Annað eins hefur nú gerst ...

Frétt frá:Edition.

mbl.is

#taktubetrimyndir