Sagðist vera búinn að gifta sig

Chris Harrison.
Chris Harrison. Skjáskot/Instagram

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Það laust þrumu niður úr heiðskíru lofti á gramminu á dögunum. Stórvinur minn Chris Harrison deildi því með okkur að hann væri búinn að gifta sig! 

Ég spenntist öll upp og varð rosa glöð. Þangað til ég áttaði mig á að hann var bara að effa í okkur.

Hann var ekki að deila brúðkaupsmynd, heldur mynd af sér og unnustu sinni Lauren úr öðru brúðkaupi  og vissi örugglega nákvæmlega hvað hann var að gera þegar hann deildi myndinni. 

Aðeins að fá smá buzz. 

Chris og Lauren Zima hafa verið saman síðan árið 2018 og starfar hún í show bizz.

Einnig er hún viðloðandi Bachelor-heiminn, en hún heldur úti þættinum „Roses and rosé“, þar sem hún fer yfir allt sem gerist í hverjum Bachelor/Bachelorette-þætti.

View this post on Instagram

A post shared by Lauren Zima (@laurenzima)

Chris sagði á gramminu að  hann myndi stöðva heiminn fyrir Lauren og hann gæti ekki hugsað sér lífið án hennar. Hættu að stríða okkur Chris. Við stoppum heiminn i smá stund ef þú giftist Lauren!

Frétt frá: Lifeandstylemag.

 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir