Kourtney á það til að bíta í Travis

Kourtney Kardashian og Travis Barker.
Kourtney Kardashian og Travis Barker.

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Jæja, ástarsagan af Kourtney Kardashian og Travis Barker heldur áfram. Ég sagði ykkur um daginn að Kourtney væri að sjúga fingurna á Travis um allar trissur.

Nýjasta fréttin af þeim er víst sú að Kourtney á það til að bíta eða narta í Travis. Travis deildi mynd á gramminu af sér og hundinum sínum. Undir skrifaði hann að hundar bitu aldrei, bara manneskjur.

Kourtney var fljót að kommenta undir, og var það vampíru-emoji. Sem fyrir okkur slúðurmiðlana er staðfesting á að hann sé að tala um hún sé að narta í hann. 

Skjáskot af Instagram-síðu Travis Barker

Jesús minn. Hvað verður næst? Eru þau að leika í Twilight? Mér finnst þetta stórmerkilegt - að Kourtney sé að sjúga og bíta Travis, því hún hefur alltaf verið mjög lokuð með „public affection“.

Það er greinilega liðin tíð. Ég bíð spennt eftir því að lesa hvað hún gerir næst við hann.

Frétt frá TMZ.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir