Brad Pitt og Justin Bieber með nýjar greiðslur

Brad Pitt.
Brad Pitt. AFP

Það er fátt sem veldur jafn miklum hvirfilbyl í Holly og þegar stjörnurnar sýna nýjar hárgreiðslur.

Brad Pitt brought his sexy back þegar hann mætti á rauða dregilinn á Óskarsverðlaunahátíðinni með „man bun“.

Fyrir ykkur sem vitið ekkert hvað ég er að tala um, þá er það kallað man bun þegar karlar setja hárið i snúð. Annaðhvort uppi á kollinum eða niðri.

Brad Pitt með nýju hárgreiðsluna.
Brad Pitt með nýju hárgreiðsluna. Ljósmynd: ABC

Pittinn mætti með lágan man bun, og god damn það varð allt loco. Brad, sem er orðinn 57 ára gamall, var sjóðandi heitur á dreglinum – og vissi nákvæmlega af því. Ég hef lesið meira um hárgreiðsluna hans en nokkurn kjól frá kvöldinu.

Kollegi hans, eða svona semi-kollegi úr Holly, hann Justin Bieber, hefur líka verið að gera allt vitlaust með nýrri hárgreiðslu sem hefur vakið blendnar tilfinningar.

Hann sýndi nýju greiðsluna á gramminu og skartar hann nú „dreadlocks“. Ég hef bara eitt um þá greiðslu að segja ... nennirðu plís að raka hárið af Biebs.

Frétt frá: Usmagazine.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir