Líkamssmánaði Heidi á Instagram

Skjáskot/Instagram

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Það er allt vitlaust hjá The Hills-liðinu. Raunveruleikastjörnurnar Heidi Pratt og eiginmaður hennar Spencer Pratt eru verulega ósátt við systur Spencers, hana Stephanie.

Stephanie birti bikinímynd af Heidi í story hjá sér á Instagram þar sem hún óskaði Heidi til hamingju með óléttuna. Svo poppaði önnur mynd inn og þar var Spencer einnig á sundfötunum. Velti Steph því fyrir sér hverju hann ætti von á. Stephanie vissi víst fullvel að Heidi er ekki ófrísk, þannig að hún skaut þarna mjög fast á mágkonu sína.

Slúðurmiðlar voru fljótir að pikka þetta upp og birtu fréttir þess efnis að Heidi væri ófrísk. En allt varð vitlaust þegar kom í ljós að hún er það bara alls ekki. Spencer hjólaði í systur sína og bar fréttina til baka, og sagði henni að hún ætti að hætta að líkamssmána Heidi.

Heidi svaraði þessu einnig á Twitter, þar sem hún sagðist elska líkama sinn og að hún væri þakklát fyrir lífið og fyrir að vera heilsuhraust.

Það hefur ekki boffs heyrst frá Stephanie eftir að Spencer og Heidi svöruðu henni fullum hálsi, og ég verð að segja eins og er. Ég mundi ekki vilja vera í matarboði með þeim þremur núna...

Frétt frá HITC.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir