Hryllingshús Epstein jafnað við jörðu

Hús Jeffrey Epstein jafnað við jörðu.
Hús Jeffrey Epstein jafnað við jörðu. Ljósmynd/IMAGN

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Hryllingshúsið sem Jeffrey Epstein átti hefur verið jafnað við jörðu.

Húsið, eða réttara sagt höllin, var staðsett á Palm Beach í Flórída og var um 14.000 fermetrar. Jeffrey tældi þangað mörg af fórnarlömbum sínum og braut á þeim kynferðislega.

Auðkýfingurinn og barnaníðingurinn Jeffrey Epstein.
Auðkýfingurinn og barnaníðingurinn Jeffrey Epstein. AFP

Það var fasteignabraskarinn Todd Michael Glaser sem keypti húsið á 18 milljónir dollara og hann lofaði því þegar hann keypti það að hann myndi mölva það niður. Nú fimm mánuðum eftir kaupin, stendur hann við stóru orðin og hafa vinnuvélar nánast þurrkað húsið burt.

Einhver prósenta af sölu hússins mun renna til samtaka sem styðja við fórnarlömb Jeffreys. Jeffrey tók sitt eigið líf í fangelsinu í Miami í ágúst árið 2019.

Todd stefnir á að byggja risahöll á landareigninni, sem er örstutt frá húsi í eigu  Donalds Trump.

Frétt frá TMZ. 

 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir