Einbeitir sér að börnunum og sjálfri sér

Kim Kardashian tekur hlutunum rólega eftir skilnaðinn.
Kim Kardashian tekur hlutunum rólega eftir skilnaðinn. AFP

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Við vitum hvaða týpu Kanye vill deita eftir skilnaðinn. Vel gefnu listaspíruna munið þið.

En Kim, hún er að sögn heimildarmanna ekkert að skoða sig um á dating-markaðinum. Skvísan hefur samt verið dugleg að birta kynþokkafullar myndir af sér á gramminu, en það er ekkert óeðlilegt við það.

Hún hefur alltaf lagt metnað sinn í að birta fallegar og ómótstæðilegar myndir af sér í gegnum árin. Hins vegar hrúgast á hana ógrynni af tilboðum frá piparsveinum úr hæstu stéttum þessa heims. Við erum að tala um A celebin, fræga íþróttakappa, konungborna menn, billjónamæringa, forstjóra stórfyrirtækja og svona gæti ég lengi talið upp.

Ná þeir yfirleitt til hennar með gylliboðin í gegnum sameiginlega vini, en okkar kona segir nei.

Hún vill einbeita sér að börnunum og sjálfri sér í kjölfar skilnaðarins. En ef sá rétti dettur inn um dyrnar mun hún samt líklegast ekkert sparka honum burt.

Skilnaðurinn við Kanye gengur vel og ég spái Kim öðru sambandi seinna á þessu ári. Ég sé það í hendi mér. Þessi dama verður ekki lengi á lausu.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir