Fékk sting í magann að sjá myndir af Kourtney

Scott Disnick.
Scott Disnick. Skjáskot/Instagram

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Það hefur ekki farið framhjá neinum að Kourtney Kardashian er byrjuð að deita trommarann Travis Barker.

Ég er búin að sjá fleiri en eitt myndband af þeim þar sem þau eru að sjúga fingurna hvort á öðru og sýna hvort öðru mikla ást og umhyggju. 

Í hvert einasta sinn hugsa ég til vinar míns Scotts Disicks. Hann sagði í nýlegri klippu úr nýju KUWTK að sér þætti erfitt að sjá Kourt vera nána einhverjum öðrum. Þegar klippan var tekin upp voru þau bæði einhleyp og opnaði Scott sig.

Hann sagði að alltaf þegar Kourtney væri með einhverjum öðrum fengi hann sting i magann i hvert sinn sem hann sæi mynd af henni á slúðurmiðlunum. Kourt og Scott hafa haldið mjög nánu sambandi síðan þau skildu og ég get ekki losað mig við tilfinninguna um að þau muni ná saman á endanum.

Úff, en hvernig ætli Scott líði við að sjá þessi sjúga-putta-myndbönd? Kourtney verður að muna að það er Covid og þá gengur ekki svona puttasog á almannafæri.

mbl.is

#taktubetrimyndir