Bjóða upp á ókeypis tíðavörur

Írska verslunarkeðjan Lidl býður uppá ókeypis tíðarvörur.
Írska verslunarkeðjan Lidl býður uppá ókeypis tíðarvörur. Skjáskot/Instagram-síða lidlireland

Írska verslunarkeðjan Lidl tilkynnti mjög góðar fréttir nú á dögunum. Í tilkynningunni stóð að þau væru mjög stolt af að segja frá því að þau væru fyrsta stóra verslunarkeðjan til þess að bjóða upp á ókeypis tíðavörur í öllum verslunum sínum.

Verkefnið er unnið í samstarfi við Homeless Period Ireland og með þessu vilja þau útvega öllum einstaklingum í neyð aðgang að tíðavörum þeim að kostnaðarlausu.

Hægt verður að sækja úttektarmiða fyrir tíðavörum í gegnum snjallsíma og með hjálp góðgerðarfélaga passa þau einnig upp á að fólk sem á ekki snjallsíma eigi auðvelt aðgengi að vörunum frá þeim.

Enn fremur hefur allt starfsfólk verslananna ókeypis aðgengi að tíðavörum. Kraftmikið og mikilvægt framtak sem auðveldar aðgengi að þessum nauðsynjavörum. Vel gert Lidl!

mbl.is

#taktubetrimyndir