Má búast við því að fólk verði ósátt við hann

Colton Underwood (t.v.) og Lance Bass (t.h.).
Colton Underwood (t.v.) og Lance Bass (t.h.). Ljósmynd/Samsett

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Það vakti heimsathygli þegar Colton Underwood kom út úr skápnum í síðustu viku, og einnig mikið umtal.

Lance Bass, fyrrverandi Nsync-meðlimur, hefur blandað sér í umræðuna, en hann er hluti af hinsegin samfélaginu. Lance sagði í hlaðvarpinu „The Ben and Ashley I. Almost famous“ að það væri alls ekki kúl hjá Colton að vera að reyna að græða peninga á því að koma út úr skápnum, en ég sagði ykkur frá því í síðustu viku að Colton væri að búa til heimildarþætti í samstarfi við Netflix um ferðalagið útúr skápnum.

Lance sagði að Colton mætti alveg búast við því að fyrst um sinn yrði fólk ósátt við hann, en ég vona að þessir þættir sem Colton er að framleiða muni hjálpa einhverjum í framtíðinni.

Lance er með eitt ráð til Coltons, og það er að sitja, hlusta og læra af þeim sem eru reyndari.

Frétt frá: Etcanada.

 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir