Chrissy er mætt aftur á Twitter

Chrissy Teigen er mætt aftur á Twitter.
Chrissy Teigen er mætt aftur á Twitter. mbl.is/AFP

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Twitterdrottningin Chrissy Teigen er baaaack in business. Hún tilkynnti fylgjendum sínum á Twitter fyrir um mánuði að hún væri hætt á miðlinum til frambúðar.

Hann gæfi henni ekki lengur gleðina og ánægjuna sem hann gerði eitt sinn, heldur stýrðist af neikvæðni, og hún var komin með nóg.

En Chrissy áttaði sig á einu í þessu twitter-detoxi  hún bara gat ekki slitið sig lausa. Hún hefur gaman af því að tengjast fólkinu í twitterheiminum, og var farin að sakna þess að bomba inn hverri færslunni á fætur annarri og fá viðbrögð.

Þannig að eftir mikla umhugsun ákvað hún að dusta rykið af bláa fuglinum og logga sig inn á ný. Það gerðist um helgina og er ég búin að skemmta mér konunglega með henni.

Ég fagna þessu gríðarlega, því Chrissy er ein sú allra skemmtilegasta á Twitter. Plís, aldrei hætta aftur Queen Chrissy!

Frétt frá: Toofab.

 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir