Ætlar að halda fyrirpartí fyrir bólusetninguna

Hjálmar Örn Jóhannesson gleymdi átakinu á öðrum degi.
Hjálmar Örn Jóhannesson gleymdi átakinu á öðrum degi. Ljósmynd/Aðsend

„Alltaf AstraZeneca hjá mér, það er mitt bóluefni og verður og ég ætla að biðja um það,“ segir Hjálmar Örn Jóhannsson, skemmtikraftur og samfélagsmiðlastjarna, spurður hvort hann ætli sér í bólusetningu.

Hjálmar mætti í viðtali í Síðdegisþáttinn á K100 þar sem hann ræddi meðal annars um bólusetningar og lífsstílsbreytinguna sem hann hefur undanfarið tekið sér fyrir hendur.

Mjög spenntur fyrir bólusetningunni

„Ég er náttúrlega kominn á þann aldur að það styttist helvíti hratt í mig. Ég er ekki að segja deyja, heldur að fá bóluefni, og ég lít svolítið á þetta að þetta verði svolítil stemning. Heill árangur að koma þarna. Við verðum þarna um hásumar. Ég ætla að fá mér þarna aðeins á undan, hittast í fyrirpartíi eða eitthvað, og fara síðan eitthvað eftir á. Af hverju ekki að gera dag úr þessu? Þetta verður geggjuð stemning og ég er mjög spenntur fyrir þessu og er bóluefnamaður,“ viðurkennir Hjálmar.

Gleymdi átakinu á öðrum degi

Hjálmar hefur undanfarið tekið mataræði sitt í gegn og fór úr því að borða 16 brauðsneiðar á dag niður í þrjár til fjórar brauðsneiðar.

„Ég er svo mikill brauðkall, ég er ekkert á móti brauði og ég borða enn þá brauð. En ég er farinn úr 16 niður í svona þrjár til fjórar og það er alveg eðlilegt kannski. Ég get sagt ykkur eitt og ég er ekki að tala niður brauðið vegna þess að brauð er eitt það besta sem ég fæ. En það er, ég veit ekki hvort það er brauðið eða eitthvað annað en ég finn að mig verkjar ekki lengur jafn mikið í líkamann. Það er ótrúlegt. Ég held að það sé ekki brauðið bara, ég er að taka alls konar súkkulaði og „shit“ út sko,“ segir Hjálmar.

Hjálmar ákvað einnig að fara í hreyfingarátak sem átti að vera þannig að hann hreyfði sig í 30 mínútur í senn á hverjum degi í 100 daga.

„Ég byrjaði strax bara fyrsta dag, fór í göngu, tók það allt upp, setti á Insta. En svo gleymdi ég þessu daginn eftir þannig að ég er strax kominn í skuld. En málið er að þess vegna á fólk að fylgja manni – vegna þess að maður er mannlegur. Þetta er bara mannlegt að gleyma sér. Við erum öll svona, fyrir utan einhverja nokkra öfgasinnaða sem geta þetta bara. Það er líka eitt sem ég geri, ég safna oft miklu skeggi og svo trimma ég það og þá er eins og maður hafi misst svolítið,“ segir Hjálmar.

Viðtalið við Hjálmar má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan:

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir