Stendur þétt við bakið á Colton

Chris (t.h.) og Colton (t.v.).
Chris (t.h.) og Colton (t.v.). Skjáskot/Instagram

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Chris Harrison póstaði í fyrsta sinn síðan kynþáttamálið kom upp, á feedið sitt á gramminu í gær þar sem hann óskaði Colton til hamingju og að hann stæði þétt við bakið á honum.

Það var gott að sjá Chrissann mæta aftur á grammið, og ég vona að hann fari að koma upp úr holunni sinni.

Það má svo sannarlega segja að þessi vetur hjá okkur í Bachelor Nation hafi haldið okkur á tánum. Ég hélt að þegar serían hans Matt James liði undir lok myndi eldgosið og sprengjurnar fara í smá pásu, en ó nei.

Þá mætir Colton með bombu. Netflix hefur samkvæmt mínum heimildarmönnum verið að framleiða heimildarþætti um ferlið hjá Colton, sem sagt ferðalagið hans út úr skápnum og þrátt fyrir að enginn vilji staðfesta þær fréttir þá er það víst satt og þið heyrðuð það fyrst hér á K100!

Ég er klár með poppið.

Frétt frá CNN.

 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir