Snýr aftur sem Aidan í Sex And The City

Jessica Parker og John Corbett.
Jessica Parker og John Corbett. Ljósmynd/Samsett

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Aðdáendur þáttanna Sex And The City taka eflaust gleði sína þegar þeir heyra að enginn annar en Aidan muni snúa aftur í þættina.

Aidan var kærasti Carrie Bradshaw og var gríðarlega vinsæll og elskaður af aðdáendum. John Corbett staðfesti í viðtali við Page Six að hann myndi snúa aftur og reiknar fastlega með að birtast í nokkrum þáttum.

John lék í 22 þáttum á árunum 1998- 2004 og var kærasti Carrie. Carrie endaði samt á því að halda fram hjá honum með Mr. Big og ég man að ég varð brjáluð yfir því. Aidan var svo mikil dúlla og akkúrat maðurinn sem Carrie hefði átt að halda sig við.

Chris sem lék Mr. Big hefur ekki enn staðfest hvort hann muni taka þátt í þessari 10 þátta seríu , en ég verð að segja að þáttaröðin yrði aldrei eins ef Mr. Big birtist ekki.

Tökur á þáttunum munu hefjast nú á vormánuðum í New York og í þeim munum við fylgjast með hvernig vinkonurnar fara í gegnum fimmtugsaldurinn.mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir