Ragga nagli með Covid: „Krossum fingur“

„Lyktar- og bragðskyn hefur sem betur fer haldið velli og …
„Lyktar- og bragðskyn hefur sem betur fer haldið velli og fyrir matargat per exelans er það lottóvinningur.“ Ljósmynd/Facebook-síða Röggu nagla

„Kórónaveiran fer greinilega ekki í manngreinarálit og tók sér bólfestu í Naglanum sem hefur státað sig gegnum tíðina af að vera annálað hreystimenni sem fær varla hor í nös,“ segir Ragga nagli á Facebook síðu sinni.

Ragga segir að þrátt fyrir grímunotkun, óhóflegan handþvott, stöðuga sprittun, tveggja metra reglu, olnbogaskot og félagslega einangrun hafi henni samt tekist að næla sér í Covid. Hún sé nú að takast á við höfuðverk, háan hita, beinverki og slappleika.

„En lyktar- og bragðskyn hefur sem betur fer haldið velli og fyrir matargat per exelans er það lottóvinningur,“ segir hún.

Hún segist vonast til þess að geta hrist veikindin af sér sem allra fyrst enda bíði hennar skjólstæðingar, lyftingar og að njóta vorsins í pilsi og sandölum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir