Hayley Hasselhoff braut blað í sögu Playboy

Hayley Hasselhoff á forsíðu Playboy.
Hayley Hasselhoff á forsíðu Playboy. Skjáskot/Instagram

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Dóttir Davids Hasselhoffs hefur brotið blað í sögu Playboy, en hún er á forsíðu nýjasta tölublaðsins. Af hverju brotið blað spyrjið þið? Nú vegna þess að hún er fyrsta plus size-fyrirsætan til að prýða forsíðuna.

Vanalega birtast þar myndir af konum sem eru í þessari dæmigerðu erkitýpustærð, fyrirsætulega séð, en í þetta sinn sjáum við konu með línur. Ég stend upp og klappa fyrir þessari breytingu.

Loksins sjáum við konu sem er með mjúkar línur, er kynþokkafull og ánægð með sig í þessu rótgróna tímariti. Hayley Hasselhoff segir að hún sé stolt af þessum tímamótum, og að hún hafi fengið að brjóta þetta blað.

Hún vilji sýna konum að allir líkamar eru fallegir og kynþokkafullir. Aðspurð hvernig pabbi hafi tekið í þetta segir Hayley að bæði hann og mamma hennar hafi stutt hana alla leið og staðið við bakið á henni. David var náttúrlega vanur að hlaupa um strendurnar í Kaliorníu með Playboy-fyrirsætum hér í denn í þáttunum Baywatch.

Hayley hefur verið vinsæl fyrirsæta og það er nokkuð ljóst að Playboy mun mögulega ýta henni áfram í fyrirsætuheiminum ef hún heldur rétt á spöðunum.mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir