Bauð þjófnum vinnu í staðinn fyrir að kæra

Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. Rax / Ragnar Axelsson

Veitingastaðurinn Diablo's Southwest Grill í Georgíu í Bandaríkjunum varð fyrir því leiðinlega atviki á dögunum að brotist var þar inn.

Eigandinn, maður að nafni Carl Wallace, varð í fyrstu ansi pirraður yfir þjófnaðinum. Þjófnum tókst þó ekki að stela neinum peningum þar sem kassarnir voru tómir en staðurinn varð þó fyrir skemmdum.

Þrátt fyrir að fyrstu viðbrögð Wallace hafi verið reiði þá snerist honum fljótt hugur og ákvað hann að taka aðra nálgun á þetta atvik. Hann skrifaði færslu á samfélagsmiðla veitingastaðarins þar sem hann biðlaði til þjófsins að kíkja til sín í spjall - ekki í yfirheyrslu heldur í atvinnuviðtal!

Þar stóð: „Til þjófsins, sem er greinilega að glíma við erfiðar lífsákvarðanir eða fjárhagsörðugleika. Þú mátt gjarnan kíkja við og sækja um vinnu hjá okkur. Það er hægt að fara aðrar leiðir í lífinu sem bjóða upp á betri tækifæri.“

Svo gaf hann upp símanúmerið sitt og sagðist ekkert vilja spyrja út í þjófnaðinn og að lögreglan kæmi ekki nálægt þessu máli. Hann vill einfaldlega að þeir setjist niður saman og ræði málin um hvernig hægt sé að hjálpa.

Virkilega uppbyggileg og falleg nálgun sem ég held að hljóti að gera heiminn að betri stað.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir