Nick og Abby eiga von á tvíburum

Nick Cannon og Abby De La Rosa.
Nick Cannon og Abby De La Rosa. Skjáskot/Instagram

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Nick Cannon, kynnir þáttanna „Masked Singer“, á von á öðru setti af tvíburum. Nick á tvíbura með söngdívunni Mariuh Carey og 3 ára son og 3 mánaða dóttur með Brittany Bell.

Það er greinilega nóg að gera hjá Nikka, því núna eru fleiri börn á leiðinni, í þetta sinn með Abby De La Rosa. Abby er plötusnúður og hefur verið dugleg að sýna frá meðgöngunni á Instagram. Hún hefur samt aldrei nefnt Nick sem föður barnanna, fyrr en í janúar á þessu ári. Þá sagði hún frá því að Nick væri baby daddy.

Nick hefur sem sagt verið iðinn við kolann samkvæmt mínum upplýsingum, fyrst hann á nú þegar 3 mánaða barn og á von á tvíburunum eftir tvo mánuði. En ég meina, það mega allir gera það sem þeir vilja, og að fjölga mannkyninu er gott og blessað.

Abby og Nick eru saman – í augnablikinu – og verða það vonandi áfram. 

Frétt frá: Usmagazine.

 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir