Kom manninum sínum á óvart og mætti heim

Skjáskot/Instagram

Það er fátt sem veitir hjartanu jafn mikla hlýju og fallegir endurfundir. Undanfarið ár tengja eflaust margir enn meira við að hafa á einhverjum tímapunkti verið aðskildir ástvinum sínum og upplifað mikla tilhlökkun við að hittast aftur.

Nú á dögunum rakst ég á dásamlegt myndband af slíkum endurfundum hjá eldri og heldri hjónum. Hjónin höfðu verið aðskilin í nokkrar vikur á meðan að konan hafði verið á spítala.

Þegar hún komst að því að hún mætti fara aftur heim til sín ákvað hún að segja manninum sínum ekki frá því og koma honum frekar á óvart með því að mæta heim.

Viðbrögðin voru svo sæt að þau hreinlega sprengja krúttskalann og var hann ekkert smá glaður að sjá ástina sína á ný, þar sem hann stökk á fætur og föðmuðust þau innilega. Sönn ást dagsins!

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir