Efast um að hún muni eignast barn

Jennifer Aniston.
Jennifer Aniston. Skjáskot/Instagram

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Sú tröllasaga gekk um heiminn nýverið að Jennifer Aniston ætti von á barni í gegnum ættleiðingu. TMZ gekk í málið fyrir okkur og sendi fyrirspurn á herbúðir Jennifer.

Sannleikurinn er víst sá, að svo er ekki. Jennifer er ekki að ættleiða, hún er ekki ófrísk og ég er farin að efast um að hún muni nokkurn tímann eignast barn. Sem mér finnst leiðinlegt. Held að hún yrði fyndin og skemmtileg mamma.

En hún er líka alveg flottust barnlaus. Brad náttúrulega skeit svo feitt upp á bak með hana að ég held að hún hafi aldrei jafnað sig almennilega. Ég þarf að finna mann fyrir hana. Klárt mál.

mbl.is

#taktubetrimyndir