Sex ára gömul hjólabrettastelpa slær í gegn

Hin sex ára gamla Paige Tobin.
Hin sex ára gamla Paige Tobin. Skjáskot/Instagram

Hin sex ára gamla Paige Tobin frá Ástralíu er ótrúlega fær hjólabrettastelpa.

Þessi ofurtöffari er með rúmlega 157 þúsund fylgjendur á Instagram og deilir reglulega skemmtilegum myndböndum af sér á hjólabrettinu.

Paige fagnaði sex ára afmæli sínu í lok marsmánaðar og í tilefni af deginum fór hún í bleikan glimmerkjól og sýndi ótrúlega færni á hjólabrettinu.

Foreldrar hennar hjálpa henni að halda utan um samfélagsmiðlana sína og sýnir hún bæði frá vel heppnuðum stundum og deilir því einnig með fylgjendum sínum þegar eitthvað misheppnast og þolinmæðin þarf að vinna með henni.

Það er svo skemmtilegt að sjá fjölbreyttan hóp fyrirmynda á samfélagsmiðlum og þessi unga stelpa mun án efa halda áfram að veita ótalmörgum öðrum stelpum innblástur til að gera sitt. Ég mæli með því að fylgja Paige Tobin á Instagram fyrir töffarainnblástur í hverri viku.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir