„Mér finnst gott að sjá raunveruleikann í hlutunum“

Camilla Rut.
Camilla Rut.

Camilla Rut, gjarnan þekkt sem Camy, er skemmtileg og upplífgandi fyrirmynd sem hefur fangað hjarta margra Íslendinga eftir að hún opnaði samfélagsmiðla sína. Camilla mætti í morgunþáttinn Ísland vaknar og ræddi þar við þau um filterslausan apríl.

„Við vorum nokkrar stelpur sem tókum okkur saman og bjuggum til svona smágrúppu og fórum að „breinstorma“ svona hvað við gætum gert. Vegna þess að þetta var bara orðið vandamál. Og maður hefur fengið alls konar skilaboð, ég hef fengið skilaboð frá sálfræðingum þar sem það er verið að fagna þessu átaki, sem er bara frábært af því að þetta er virkilega farið að hafa áhrif á ungar konur,“ útskýrir Camilla.

Dásamlegt að finna kraftinn þegar konur taka sig saman

„Getið þið ímyndað ykkur sérstaklega fólk sem svona svolítið hrærist í samfélagsmiðlum og kannski horfir svolítið mikið og þú sérð kannski manneskju sem er aldrei með húðáferð, skiljið þið hvað ég meina? Aldrei með neina bólu og það er aldrei húð og holur eða áferð á húðinni og jafnvel filterar ganga svo langt að það er verið að breyta bara beinabyggingunni í andlitinu og ég veit ekki hvað,“ segir hún.

Camilla segir dásamlegt að finna kraftinn í því þegar konur taka sig saman í átaki sem þessu og segist hún ætla að halda filtersleysinu áfram.

„Þetta er bara filter sem þú setur á, þú getur meira að segja á Instagram story og Snapchat story sett á þig filter, bara rennt yfir skjáinn þar sem sléttist einhvern veginn úr öllu. Mér finnst þetta bara hollt, mér finnst gott að sjá raunveruleikann í hlutunum og sjá hvernig hlutirnir eru í alvörunni, það er gott að fá eitthvað alvöru,“ segir hún.

Ræðir mikið um líkamsímynd

Sjálf segist Camilla mikið ræða um líkamsímynd á Instagram og segir hún fylgjendur sína vera samfélag af konum sem henni þyki ofboðslega vænt um.

„Konum sem eru bara svona eins og ég, maður er að reyna að vinna með það sem maður hefur. Maður er upptekinn, maður er mamma, maður er að reyna að gera þetta allt saman en vill samt halda hlutunum í ákveðnu jafnvægi og vera þægilegur á meðan. Þannig að ég tala rosalega mikið um fatnað og tísku og hvað við getum gert,“ segir hún.

Viðtalið við Camillu má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan:

 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir