Keypti töskur frá Chanel og Dior fyrir dóttur sína

Cardi B með dóttur sinni Kultur.
Cardi B með dóttur sinni Kultur. Skjáskot/Instagram

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Það má svo sannarlega segja að Cardi B. sé one of a kind. Hún skellti sér i verslunarferð í siðustu viku og keypti í þeim leiðangri 7 handtöskur og armband fyrir 2 ára gamla dóttur sína, Kultur.

Við erum ekkert að tala um 7 töskur úr H&M, heldur töskur frá Chanel, Dior og Dolce Gabbana. Jesús minn.

Cardi sagði á Instagram að það væri ástæða fyrir því að Guð hefði gefið henni dúkku. Hana hafi alltaf langað i dóttur og það haldi henni engin bönd þegar hún verslar fyrir hana.

Nennir einhver plís að taka kortið af Cardi. Krakkinn er pottþétt meira til í Frozen tösku en Chanel tösku. Og svona til að við áttum okkur á ruglinu, að þá kostaði til að mynda ein Chanel taskan 550.000. Nú segi ég stopp Cardi!

(Ekki hætta samt, því við þurfum svona fréttir annað slagið).

Frétt frá: Usmagazine.

 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir