Húðflúraði nafn Kourtney á bringuna

Kourtney Kardashian og Travis Barker.
Kourtney Kardashian og Travis Barker.

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Travis Barker, sem er nýjasti kærastinn hennar Kourtney Kardashian, hefur tattúrverað nafnið á henni á bringuna á sér. Úff, ég vissi ekki hvert ég ætlaði þegar ég sá myndina blasa við mér á Instagram um helgina.

Travis, sem er trommari hljómsveitarinnar Blink 182, byrjaði að hitta Kourt í lok árs 2020, eftir margra ára vinskap. Travis kynntist Kardashian-systrunum fyrst árið 2006 þegar Travis átti vingott við Paris Hilton, og nú hafa þau Travis og Kourt fallið í arma hvort annars.

Ég viðurkenni að ég held ekki með þeim. Ég vil að Kourt finni ástina á ný með Scott Disick. En það er bara ég. Travis er alla vega búinn að merkja sér Kourtney... í bili. Sjáum hvort það endist.

View this post on Instagram

A post shared by @kylie.stunningmbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir