„Persónulegasta lag sem ég hef samið á mínum ferli“

Ljósmynd/Aðsend

„Þetta er eitt það persónulegasta lag sem ég hef samið á mínum ferli. Það fylgja flóknar tilfinningar sem stangast á þegar maður skilur við besta vin sinn til margra ára. Það tekur mörg ár að vinna úr þeim,“  segir tónlistarkonan Svala Björgvinsdóttir sem gefur út nýtt lag á miðnætti í kvöld.

Lagið samdi hún með Friðrik Ómari og Bjarka Ómarssyni og heitir Þú togar í mig.“ Lagið er tregafull ballaða sem talar um þær mörgu og flóknu tilfinningar sem koma upp þegar margra ára ástarsambandi lýkur.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir