Stjörnufréttir Evu Ruzu:
Detta mér nú allar dauðar lýs úr höfði! Haldiði að það hafi ekki sést til Matt James og Rachael Kirkonnell saman í New York um helgina. Jesús minn hvað er að gerast?!
Eins og Bachelor-heimurinn man svo glögglega sagði Matt Rach upp eftir að upp komst um kynþáttaníð sem Rachael hafði gerst sek um fyrir nokkrum árum. Hann gat ekki einu sinni horft i augun á henni í lokaþættinum og kom varla upp orði, svo sár var hann.
En, eins og allir vita er ég spákona. Ég var búin að spá því að þau myndu ná saman á ný – og af hverju spyrjið þið? Ég veit það ekki. Ég hafði tilfinningu.
Þessi tilfinning svíkur mig yfirleitt aldrei. Ég sagði meira að segja í hlaðvarpi í upphafi þáttaraðarinnar að ég sæi Rachael standa uppi sem sigurvegara. Þá voru tveir þættir búnir. Reyndar var ég ekki búin að sjá fyrir skandalinn sem kom svo í kjölfarið. Ég er samt ótrúleg, þótt ég segi sjálf frá.
Við vitum svo sannarlega ekki hvernig þetta ástarævintýri endar, en ég get lofað ykkur því að ég mun vera on top of things!!