Hér tekur þú þátt í bingó í beinni!

Siggi Gunnars og Eva Ruza stýra sannkallaðri fjölskyldugleði hér á mbl.is þegar þau færa landsmönnum sjóðandi heitar bingótölur beint heim í stofu. Fjöldi vinninga er í boði og er hægt að nálgast útsendinguna hér að neðan.

Gestur kvöldsins er enginn annar en söngvarinn Jón Jósep Snæbjörnsson.

Leikreglur, bingóspjöld og útsendinguna má nálgast með því að smella hér.

Bein útsending hefst klukkan 19.00 og hægt er að fylgjast með henni hér og á rás 9 hjá Símanum.

mbl.is