Gefa máltíðir og spyrja engra spurninga

Frjáls framlög fara í það að útbúa ókeypis máltíðir.
Frjáls framlög fara í það að útbúa ókeypis máltíðir. Skjáskot/Facebook

Veitingastað í Virginíu hefur með hjálp öflugra viðskiptavina tekist að veita fólki í neyð aðgang að einni ókeypis máltíð á dag. Fólk sem þiggur máltíðina þarf ekki að svara neinum spurningum heldur hefur það greitt aðgengi að máltíðinni.

Þegar veitingastaðurinn gekk í gegnum fjárhagsörðugleika fékk hann mikilvægan stuðning frá traustum viðskiptavinum. Eftir að hann náði sér á strik datt starfsfólki og viðskiptavinum í hug að sameina krafta sína og styðja við þá sem glímdu við erfiða tíma.

Þau stofnuðu verkefnið Franks for Friends þar sem frjáls framlög fara í það að útbúa ókeypis máltíðir. Fyrsta mánuðinn tókst þeim að gefa meira en 100 máltíðir og hefur verkefnið gengið mjög vel.

Hver sem er getur tekið miða af töflu hjá þeim og greitt fyrir máltíðina sína með miðanum. Forsvarsmenn framtaksins eru ótrúlega þakklátir fyrir allan stuðning sem þeir hafa fengið og eru í skýjunum yfir því hversu margir hafa fengið hjá þeim fría máltíð.

Samstaðan er engri lík og þetta er ótrúlega öflugt og fallegt framtak.

Frétt frá: Upworthy.

mbl.is