Kennir húmor sem virkar í alvöru

Sveinn Waage kennir húmor sem virkar.
Sveinn Waage kennir húmor sem virkar. Skjáskot

Í Háskólanum í Reykjavík er hægt að skrá sig í námskeið sem heitir Húmor virkar – í alvöru. Þeir Logi Bergmann og Siggi Gunnars fengu Svein Waage sem sér um námskeiðið í Síðdegisþáttinn og ræddu við hann um það.

„Ég er að setja þetta saman og kenna og það er gaman að segja frá því að þessi saga byrjaði eiginlega í þessu stúdíói. Ég er hérna eitthvað á föstudögum að fíflast og þróunarstjórinn í HR hafði samband við mig eftir einn þáttinn og fannst þetta eitthvað sniðugt og úr því verður spjall. Þá kemur í ljós að við erum á svipuðum stað varðandi húmor og ekki bara það að húmor sé skemmtilegur og æðislegur og fjölbreyttur en þá líka bara svínvirkar hann,“ útskýrir Sveinn.

Húmorinn lengir lífið

Sveinn segir mikið hafa verið fjallað um það að húmor geti gert vinnustaði léttari og betri og að fólk sem upplifi góðan húmor á vinnustað skili meiri vinnu.

„Það er tími, staður og stund og allt það og það er eins og í þessum fræðum sem ég er að skoða þá er alveg farið í það að það er ekki hægt að gera allt hvenær sem er og þú ert með þinn vinahúmor og annað slíkt,“ segir hann og bætir við: „Til dæmis er þetta orðið í Stanford í Bandaríkjunum bara kennt í MBA-náminu, bara húmor. Það er ný bók sem kom út í síðasta mánuði sem heitir Humor, seriously, hún er geggjuð og við erum svolítið að taka þetta sem við þekkjum eins og að húmorinn lengi lífið og svona. Við erum í rauninni að taka þetta og skoða það aðeins og kannski reyna að gera eitthvað gott í leiðinni af því að sumir halda að húmor sé bara annaðhvort góður eða vondur brandari en húmor er meira en það.“

Viðtalið við Svein Waage má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan:

 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir