Höfundar dansanna létu í sér heyra

Jimmy Fallon og Addison Rae.
Jimmy Fallon og Addison Rae. Ljósmynd/Samsett

Stjörnufréttir Evu Ruzu :

Tiktokdansar hafa verið vinsælir frá upphafi forritsins, en mögulega aldrei vinsælli en síðasta árið þegar fólk hefur þurft að hugsa upp hinar ýmsu leiðir til að drepa tímann.

Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Fallon fékk til sín eina skærustu stjörnu tiktokheimsins, Addison Rae, til að kenna sér átta vinsælustu dansana. Mætti hún hress í þáttinn 26. mars síðastliðinn, sem er gott og blessað. Þau dönsuðu, það var stuð og allir kátir.

Eða allt þar til eftir þáttinn, þegar höfundar dansanna létu í sér heyra. Allir voru þeir sammála um að Addison hefði átt að gefa þeim kredit fyrir dansana sem þeir sömdu.

Jimmy var fljótur að bregðast við kallinu og í þættinum síðastliðinn mánudag bauð hann danshöfundunum til sín, þar sem þau sögðu söguna á bak við dansana og dönsuðu svo sjálf.

Spes að Jimmy hafi ekki hringt í mig. Ég samdi einu sinni tiktokdans sem varð vinsæll ... ég kannski hendi á hann línu.

Frétt frá: People. mbl.is