Fór 16 ára í franska hersveit: „Þetta var minn flótti“

Tristan Karlsson.
Tristan Karlsson. Ljósmynd/Aðsend

Götulistamaðurinn Tristan Karlsson var tvítugur þegar hann flutti til Frakklands til þess að ganga í frönsku útlendingahersveitina.

„Ég var búinn að ákveða að fara þegar ég var 16 ára en ég sagði engum frá því. Ég fór bara. Þetta var minn flótti. Það var búið að vara mig við Du Sim rep, það voru fjörutíu manns sem sögðust vilja fara þangað fyrir grunnþjálfunina en eftir hana vorum við bara tveir sem fórum. Ég vildi fara þangað því hún er erfið og ég vildi hoppa úr flugvél,“ segir Tristan Karlsson í hlaðvarpinu Super Real.

Að sögn Tristans hefur herdeildin verið starfrækt frá árinu 1831 og er í dag álitin mikil úrvalsdeild sem byggist bæði á góðri hefðbundinni þjálfun, þekkingu í hernaði og öflugum liðsanda. 

Ljósmynd frá því að Tristan var í hersveitinni.
Ljósmynd frá því að Tristan var í hersveitinni. Ljósmynd/Aðsend

Tristan kláraði grunnþjálfun og skráði sig í fallhlífahersveitina REP sem er umtöluð sem erfiðasta herdeild í heiminum. Eftir að hafa verið þar í fjóra mánuði flúði Tristan vegna ómannúðlegra aðstæðna.

Super Real eru hlaðvarpsþættir sem þeir Máni Kjartansson og Arnar Guðni Jónsson stofnuðu í febrúar á þessu ári. Þættirnir einbeita sér að því að fá til sín gesti með áhugaverða lífsreynslu og lífsviðhorf og eru gjarnan svolítið út fyrir hið hefðbundna.

Hlaðvarpið Super Real er stýrt af þeim Mána og Arnari.
Hlaðvarpið Super Real er stýrt af þeim Mána og Arnari. Ljósmynd/Super Real

„Upplifunin af hlaðvarpinu á að minna á spjall við góðan vin inni í stofu,“ segir Arnar í samtali við blaðamann.

Super Real-hlaðvarpið gefur út þátt á þriggja daga fresti og hefur gefið út 17 þætti hingað til.

Viðtalið við Tristan má hluta á í heild sinni á Spotify í spilaranum hér fyrir neðan: 



mbl.is