Fjarlægja bikinímynd af Khloé af netinu

Mynd sem Khloé birti sjálf.
Mynd sem Khloé birti sjálf. Skjáskot/Instagram Khloé

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Almannatengslateymi Kardashian-fjölskyldunnar vinnur að því hörðum höndum að fjarlægja mynd af Khloé af netinu þar sem hún stendur á bikiníi á sundlaugarbakka.

Myndin er algjörlega laus við alla myndvinnslu og og filtera. Myndin fór að sveima um netið, en svo fór myndin einnig að hverfa burt þaðan. Ástæðan er einföld. Kardashian-teymið er að láta hana hverfa.

Samkvæmt Kardashian-teyminu er ástæðan sú að hún var tekin í óleyfi og deilt áfram. Teymið tekur það sérstaklega fram að þess sé ekki krafist að myndin sé fjarlægð vegna þess að hún sýnir Khloé í réttu ljósi, heldur vegna þess að deilingin var ólögmæt.

Skjáskot/Reddit.

Ég fann hins vegar þó nokkra þræði á Reddit þar sem er sagt frá því að teymið hennar Khloé hefði þvingað lokaða Instagram-síðu til þess að eyða myndinni út, og er sagt að eigandi síðunnar megi ekki einu sinni ræða opinberlega um myndbirtinguna.

Skjáskot/Reddit.

Einnig fylgdi þessum Reddit-þræði skjáskot af skilaboðum frá Tracy Romulus, sem starfar fyrir Khloé, þar sem hún er að biðja viðkomandi um að taka myndina niður. Sagan segir einnig að myndin komi upphaflega frá MJ, sem er amma Khloé og móðir Kris Jenner. Það var víst hún sem tók myndina og birti, og þaðan fór myndin af stað.

Skjáskot/Reddit.

Mikið hlýtur að vera erfitt að lifa þessu undarlega lífi. Ég er nokkuð viss um að Khloé hafi alls ekki verið sátt við myndina, þar sem hún er mjög hrá og eðlileg. Ekkert airbrush í gangi eða filterar, sem Khloé er þekkt fyrir að nota á myndunum sínum.

Frétt frá Page Six.

 

mbl.is