Aldrei kynnst metnaðarfyllri manneskju

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

InStyle birti skemmtilegt viðtal við Jennifer Lopez og um hana í nýjasta tölublaðinu sínu. Í umfjölluninni er rætt við fólk sem tengist Jen á einhvern hátt og þar á meðal er Ben Affleck fenginn til að segja nokkur orð.

Ben segist aldrei hafa kynnst metnaðarfyllri og vinnusamari manneskju en Jennifer. Hann hélt alltaf að hann væri metnaðarfullur, eða allt þar til hann kynntist Jlo. Þá hafi hann séð í fyrsta sinn alvörumetnað og vinnusemi.  

Hann segir að Jennifer hafi alltaf haft mikinn fókus á markmiðunum sínum, og þegar hún hafi náð þeim hafi hún strax sett sér ný. Það sé ekkert skrýtið að hún sé á þeim stað sem hún er í dag.

Ben spyr einnig sömu spurningar og við hin. Hvar er æskubrunnurinn sem Jlo hlýtur að baða sig upp úr? Af hverju lítur hún eins út og árið 2003? Jennifer verður 52 ára 24. júlí næstkomandi, og það er alveg hreint ótrúlegt að horfa á hana. Hún hefur aldrei verið í betra formi, og gjörsamlega glóir.

Ben og Jen hittust á stefnumótum eins og frægt er orðið á árunum 2002 – 2004, trúlofuðu sig og Jen samdi lag um Ben. Skýjaborgirnar hrundu þó og þau fóru hvort í sína áttina.

View this post on Instagram

A post shared by Jennifer Lopez (@jlo)mbl.is