Við getum lært mikið af eldri kynslóðum sem búa yfir ólíkri visku miðað við það sem við erum vön. Hópur eldri borgara í Bretlandi var á dögunum fenginn til þess að deila viskuperlum til yngri kynslóða. Þúsund einstaklingar tóku þátt í að svara þessu og mig langar til þess að segja ykkur frá vinsælustu 10 ráðunum:
1. Komdu fram við aðra eins og þú vilt láta koma fram við þig
2. Mannasiðir kosta ekki neitt
3. Gerðu alltaf þitt besta
4. Þiggðu ellilífeyrisáætlun fyrirtækis ef hún er í boði
5. Ekki eyða öllum tímanum þínum á samfélagsmiðlum og njóttu raunheimsins
6. Byrjaðu að safna fyrir eftirlaunum á þrítugsaldri
7. Ekki taka neinu sem sjálfsögðum hlut
8. Þú þarft ekki að fara í háskóla til að eiga farsælan feril
9. Haltu í þá sem eru þér næstir
10. Búðu yfir sjálfsöryggi í eigin skinni
Góð ráð hér á ferð!
Frétt frá: Goodnewsnetwork.