Endurgerðu brúðkaupsmyndina 50 árum seinna

Skjáskot/SWNS

Það er alveg hreint magnað hve margt getur breyst á nokkrum áratugum á meðan annað helst eins.

Fólk eldist, þroskast og þróast og fer í gegn um mismunandi tímabil. Margt getur gerst á 50 árum, en hjónin Carolyn og Kelly Gay áttu einmitt 50 ára gullbrúðkaupsafmæli á dögunum.

Hjónin eru á áttræðisaldri og á brúðkaupsafmæli sínu endursköpuðu þau myndir frá brúðkaupinu, sem var í mars 1971. Myndirnar eru mjög skemmtilegar þar sem þær eru teknar í sömu kirkju og hjónin giftu sig í og Carolyn er meira að segja í sama brúðarkjólnum.

Skjáskot/SWNS

Þegar myndirnar eru bornar saman við þær fyrri eru þær nauðalíkar og þetta er alveg ótrúlega sætt. Aðspurð segja hjónin í viðtali að þetta hafi verið skemmtileg taka og gaman að gera þetta saman.

Skjáskot/SWNS

Það er nefnilega margt sem breytist en ástin getur stundum farið í gegn um alls konar tímabil og áratugi, þróast en þó aldrei breyst.

Frétt frá: Goodnewsnetwork.

mbl.is

#taktubetrimyndir