Páskabingó í kvöld: „Plönin um páskana í vaskinn hjá ansi mörgum.“

Eva Ruza og Siggi Gunnars stýra gleðinni í kvöld en …
Eva Ruza og Siggi Gunnars stýra gleðinni í kvöld en sérstakur gestur verður enginn annar en Páll Óskar.

„Plönin um páskana fóru í vaskinn hjá ansi mörgum og þess vegna ætlum við að slá upp páskabingói í kvöld kl. 19.00,“ segir Siggi Gunnars bingóstjóri en hann er mjög spenntur fyrir kvöldinu. 

„Mér finnst alltaf extra skemmtilegt að gera eitthvað svona þegar það eru sérstakir dagar, eins og núna um páskana. Svo ætlar hinn óviðjafnanlegi Páll Óskar að kíkja í heimsókn og taka tvö lög. Það er alltaf gaman þar sem hann er,“ bætir Siggi við. „Palli á náttúrlega eitt vinsælasta lag dagsins í dag en það er lagið Spurningar sem hann gerir ásamt Birni. Hver veit, kannski tekur hann það í kvöld?“

Gleðisprengjan Eva Ruza verður svo að sjálfsögðu á sínum stað en hún heldur utan um alla vinninga kvöldsins.

Líkt og áður munu vinningarnir streyma út í bingógleðinni en aðalvinningur kvöldsins er Samsung Galaxy S21+. Upplýsingar um vinninga má finna í bingóblaðinu og það má lesa með því að smella hér

„Mér sýnist við vera að gefa heitustu vöruna á markaðnum í dag, gönguskó. Þannig að þeir sem ætla að leggja í för að gosstöðvunum ættu að taka þátt í bingóinu,“ bætir Siggi við þegar spurt er um vinningana.

„Eins og ég segi: Ég er mjög spenntur fyrir kvöldinu og ég geri ráð fyrir gríðarlegri þátttöku, bara finn það á mér.“

Útsendingin hefst kl. 19.00 og hægt er að fylgjast með í beinu streymi á mbl.is/bingo og á rás 9 fyrir þá sem eru með sjónvarp Símans. Bingóspjöldin má nálgast á mbl.is/bingo.

mbl.is