Páfagaukur klappar hvolpinum sínum

Skjáskot/Instagram

Krúttleg dýramyndbönd geta svo sannarlega dreift gleði til þeirra sem á horfa.

Ég hef áður skrifað um jákvæð áhrif þess að fá ráðlagðan dagskammt af krúttlegheitum og nú tel ég mikilvægt að við pössum upp á þennan ráðlagða dagskammt.

Instagramreikningur konu að nafni Wendy Marie er kominn í mikið uppáhald hjá undirritaðri núna. Wendy á páfagaukinn Sweet Pea og fékk hún sér hvolp á dögunum.

Hún deildi myndbandi af því þegar að páfagaukurinn hitti hvolpinn í fyrsta skipti, þar sem páfagaukurinn klappar hvolpinum og segir hátt og snjallt „I love you“. Myndbandið sló í gegn á netinu og fékk yfir 12,5 milljón áhorf á samskiptaforritinu TikTok.

Wendy segist ótrúlega þakklát fyrir alla þá jákvæðu athygli sem hún og dýrafjölskylda sín hafi fengið og eflaust eru margir þakklátir fyrir þá gleði og góðu strauma sem þessi krúttlega fjölskylda hefur dreift.

mbl.is