Líst vel á hugmyndina um íslenska bachelorinn

Binni Löve (t.v.) og Pálmi Guðmundsson (t.h.)
Binni Löve (t.v.) og Pálmi Guðmundsson (t.h.) Ljósmynd/Samsett

Binni Löve mætti í morgunþáttinn Ísland vaknar á dögunum og þar ræddu þau enn frekar um hugmyndina að íslenska Bachelorþættinum. Aðspurður hvernig piparsveinalífið sé að fara í hann svarar Binni að það sé bara geðveikt.

„Bara geðveikt. Það er bara mjög næs. Ég ætla ekkert að ljúga því að maður væri alveg til í góða konu og horfa til framtíðar. En maður þarf að byrja á því að vera glaður með sjálfum sér áður en maður verður glaður með einhverjum öðrum, er það ekki?“ spyr Binni.

Í þættinum hringdu þau svo í hann Pálma Guðmundsson, dagskrárstjóra Sjónvarps Símans, og spurðu hvað honum þætti um hugmyndina.

„Mér líst bara reglulega vel á það. Það hefur enginn nefnt þetta áður, einmitt,“ segir Pálmi og hlær. Hann bætir svo við: „Við getum fengið Love Island-húsið. Við erum bara í sama húsinu og erum bara í þessum sömu aðstæðum og höfum þetta allt alveg eins.“

Binni tekur vel í þessa hugmynd Pálma og segir: „Þú þarft ekkert að selja mér þetta, ég er bara „on“.“

Þáttinn er hægt að hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan:

 

mbl.is