Vill breyta því hvernig „dansaralíkami“ á að vera

Ljósmynd/Skjáskot

Það má segja margt um samfélagsmiðla en engum blöðum er um það að fletta að þeir geta dreift gleði og veitt innblástur.

Dansari að nafni Erik Cavanaugh heldur uppi stórkostlegum instagramreikningi sem er í persónulegu uppáhaldi.

Cavanaugh er ótrúlega hæfileikaríkur dansari og næstum daglega deilir hann dansmyndböndum með fylgjendum sínum sem dreifa gleði og krafti. Hann er frá Nashville í Tennesse og á Instagram skrifar hann um sig að hann sé að breyta því hvernig „dansaralíkami“ eigi að vera. Hann semur flottar dansrútínur, er ótrúlega liðugur og dansar gjarnan í háhæluðum skóm og lætur það líta út fyrir að vera ekkert mál.

Ótrúlega flott dansfyrirmynd sem ögrar úreltum gildum um það hvernig líkami dansara á og á ekki að vera. Áfram fjölbreytileikinn og dansgleðin!

mbl.is