Sendi Kim víbrator, sleipiefni og ilmkerti

Gwyneth Palthrow sendi vinkonu sinni Kim Kardashian skemmtilegan pakka á …
Gwyneth Palthrow sendi vinkonu sinni Kim Kardashian skemmtilegan pakka á dögunum. Ljósmynd/Samsett

Kim Kardashian opnaði sexí pakka frá vinkonu sinni Gwyneth Paltrow á dögunum.

Kim fékk sendan pakka sem á stóð „Kim's box of tricks“  og þegar hún opnaði pakkann blasti innihaldið við: Víbrator, sleipiefni og ilmkerti.

Gwyneth var búin að hugsa út í öll smáatriði, því í stað þess að kertið væri merkt hinu rétta nafni, sem er: „This smells like my orgasm“, þá stóð: „Þetta ilmar eins og fullnæging Kim.“

Kim Kardashian sýnir frá gjöfinni á Instagram.
Kim Kardashian sýnir frá gjöfinni á Instagram. Skjáskot/Instagram

Jáhhh eg skal segja ykkur það. Vona að enginn hafi roðnað við þessar fréttir, en þetta er bara mín vinna. Segja ykkur frá markverðum hlutum sem gerast í lífi hinna frægu.

Það er nokkuð ljóst að Kim á eftir að njóta pakkans, enda skvís nýorðin single.

Frétt frá: Page Six.

 

mbl.is