Mamma Biebers er ekki ánægð með nýja húðflúrið

Skjáskot/Instagram

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Mamma Justins Biebers er ekkert sérstaklega ánægð með nýjasta tattúið sem sonur hennar var að láta krota á sig.

Bieber deildi myndum með aðdáendum sínum á gramminu um helgina þar sem hann er að láta húðflúra á sig ferskju, sem er vísun í nýjasta hittarann hans „Peaches“.

Kommentin undir myndina hrundu að sjálfsögðu inn, þar sem fólki fannst tattúið alveg geggjað  en mömmu hans var ekki skemmt. 

Hún skrifaði undir myndina: „Ertu ekki kominn með nóg!“ Og lét leitt tjákn fylgja með. 

Bieberinn er, eins og allir sem þekkja til hans vita, með líkamann þakinn flúri, og eitt í viðbót fellur svo sem bara inn í fjöldann. En mamma, mamma sér allt.

Frétt frá: People.

 

mbl.is