Fór með nemendur í stafræna ferð í dýragarðinn

Ljósmynd/Skjáskot

Síðastliðið rúmt ár höfum við svo sannarlega þurft að laga okkur að ólíkum aðstæðum og aldrei hefur skipt jafn miklu máli að vera lausnamiðaður.

Ég rakst á ótrúlega skemmtilegt myndband af kennara ársins sem hugsar í lausnum. Hann langaði að fara með skólabörnin í dagsferð í dýragarðinn en sökum Covid var það ekki hægt.

Honum datt því í hug að taka nemendurna með sér í stafrænt ferðalag, þar sem hann fór í dýragarðinn og nemendurnir fylgdu honum í gegnum samskiptaforritið Zoom.

Þar gekk hann á milli dýra, fékk nemendur til þess að lesa af skiltum og skoða öll dýrin. Nemendurnir virtust vera í skýjunum yfir þessu þar sem þau lifðu sig inn í ferðalagið og tóku virkan þátt í því.

Þau sögðu við kennarann að þetta hefði verið ótrúlega skemmtilegt og að þau vildu gjarnan fara í stafræna vettvangsferð aftur. Frábær lausn og skemmtilegur kennari!

Frétt frá: Digg.

mbl.is