Stoltið skaðaði hjónabandið

Anna Faris og Chris Pratt þegar þau voru enn hjón.
Anna Faris og Chris Pratt þegar þau voru enn hjón. Getty Images

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Leikkonan Anna Faris hefur viðurkennt að mögulega hafi stolt hennar skaðað hjónaband hennar og leikarans Chris Pratts. Anna opnaði sig um skilnaðinn við Chris, en þau voru gift á árunum 2009-2018, í podkastinu sínu „Anna Faris is Unqualified“.

Anna segir að hún hafi höndlað það illa þegar leikhæfileikar hennar og Chris voru bornir saman í fjölmiðlum, og upplifði hún að hún væri í stanslausri samkeppni við hann. Sem var að sjálfsögðu ekki raunin, heldur var það hennar eigið óöryggi sem spilaði stórt hlutverk þarna. Það var svo þegar Chris skaust rækilega upp á stjörnuhimininn árið 2014 þegar kvikmyndin Guardians of the Galaxy kom út og fleiri stór hlutverk fylgdu í kjölfarið sem Anna segir að það hafi farið að halla undan fæti í hjónabandinu.

Það kom mörgum á óvart þegar Anna og Chris tilkynntu skilnaðinn, en saman eiga þau átta ára gamlan son. Í dag er Chris hamingjusamlega giftur Katherine Schwarzenegger og Anna er trúlofuð Michael Barrett.

Frétt frá: Page Six.

mbl.is