Nafn Khloé borið vitlaust fram öll þessi ár

Khloé Kardashian (t.v.) og Andy Cohen (t.h.).
Khloé Kardashian (t.v.) og Andy Cohen (t.h.). Ljósmynd/Samsett

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Andy Cohen hefur tilkynnt okkur að við erum búin að bera fram nafnið hennar Khloé Kardashian vitlaust í öll þessi ár. Andy var staddur í viðtali hjá Jimmy Fallon síðastliðinn mánudag þar sem hann kom með þessa gríðarlega stóru yfirlýsingu.

Andy komst að þessu þegar hann heimsótti Khloé nýverið við undirbúning á nýrri þáttaröð sem hann er að byrja með sem kallast „For Real: The story of Reality TV,“ en Kardashian/Jennert-klanið mun birtast í þeim.

Þegar Andy mætti heim til Khloé og fór að tala við hana sagði hann að Kris Jenner hefði stoppað sig af og leiðrétt sig. Rétti framburðurinn er víst „Khlo-AY“

What!!! Af hverju er ég bara að frétta þetta fyrst núna? Af hverju hafa þær aldrei rætt þetta í þessum 20 seríum sem hafa fylgt mér í gegnum árin. Hvernig fór þetta framhjá mér? Sjokker!

Andy sagði að það hefði verið upplifun að koma heim til þeirra mæðgna, en hann þurfti til að mynda að fara í gegnum tvö hlið til að komast að húsi Khlo-AY, ooooog fara í Covid-test. Covid-testið var tekið við fyrra hliðið, og þegar Andy spurði hvernig hann fengi niðurstöðurnar var honum sagt að ef seinna hliðið opnaðist þá væri hann neikvæður.

Hliðið opnaðist og hann andaði léttar.

View this post on Instagram

A post shared by Jimmy Fallon (@jimmyfallon)mbl.is