Byggði verslunargötu fyrir börnin sín

Ljósmynd/Samsett

Stjörnufréttir Evu Ruzu: 

Kim K syndir um í seðlum og munar ekki um að byggja heila götu fyrir börnin sín í bakgarðinum heima hjá sér.

Eins og í flestum verslunargötum er kaffihúsið Starbucks staðsett í götunni, veitingastaður, slökkvistöð, snyrtivörubúðin KKW Beauty Boutique, Lego-kastali og hraðbanki sem er auðvitað nauðsynlegur fyrir 1-7 ára gömul börn. Ég velti því fyrr mér hvort hún hafi sett peninga í hraðbankann?

Húsin eru stór og stæðileg og ég væri alveg til í einn Starbucks-bolla þarna.

Vegur liggur í gegnum verslunargötuna, að sjálfsögðu með tveimur akreinum og hliði. Þessi stórkostlega draumagjöf allra barna var hent upp eftir skilnaðinn við Kanye og augljóst að mama Kim er að reyna að gleðja börnin.

Ég held að ég hafi aldrei séð eins krúttlegt í lífi mínu, og ég hefði gjörsamlega elskað að eiga svona verslunargötu þegar ég var yngri í garðinum heima. Mögulega smá „over the top,“ en ég elska allt sem er „over the top“ og elska þegar fræga fólkið tekur upp á að eyða peningunum sínum í einhverja svona bölvaða vitleysu

Gatan hennar Kim heitir „Lil Hidden Hills“ og er svo sannarlega „hidden gem“ þarna í Calabasas.

mbl.is