Varð fyrir óhugnanlegu áhlaupi í Mexíkó

Dua Lipa.
Dua Lipa. AFP

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Dua Lipa lenti í óþægilegum aðstæðum í Mexíkó síðastliðinn laugardag þegar tveir menn hlupu upp að henni þar sem hún var á leið í bílinn sinn.

Öryggisteymi hennar reyndi að stöðva mennina, en við áganginn rákust þeir harkalega í hana. Hún náði sem betur fer að koma sér inn í bílinn, en mennirnir tveir reyndu þrátt fyrir það að komast að bílhurðinni og máttu öryggisverðirnir hafa sig alla við að stoppa þá.

Samkvæmt heimildum Daily Mail hlaut Dua ekki áverka við þennan æsing, en ég er búin að sjá myndbandið af atburðinum og ég verð að segja að það er virkilega óþægilegt að sjá mennina hlaupa á harðaspretti upp að Dua.

Guð má vita hvað þeim hefði dottið í hug að gera. Smá skrýtið senaríó ef þeir vildu bara fá selfí með henni; að spretta eins og sækóar upp að henni.

Dua er stödd í Mexíkó um þessar mundir að taka upp auglýsingu fyrir Yves Saint Laurent og hefur verið dugleg að deila myndum á Instagram í ferðalaginu.

View this post on Instagram

A post shared by DUA LIPA (@dualipa)mbl.is