Gerði allt til þess að líka ekki við tengdasoninn

Michael B. Jordan og Lori Harvey (t.v.) og Steve Harvey …
Michael B. Jordan og Lori Harvey (t.v.) og Steve Harvey (t.h.). Samsett/Instagram

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Steve Harvey sagði í viðtali hjá Ellen að hann hefði lagt mikinn metnað í að finna eitthvað að nýjasta tengdasyni sínum, Hollywoodleikaranum Michael B. Jordan.

Michael hefur verið valinn kynþokkafyllsti maður í heimi og er í sambandi við yngstu dóttur Steve, hana Lori. Steve sagði við Ellen að hann hefði í raun gert allt til að líka ekki við hann, og hann hafi reynt að grafa eitthvað upp um hann sem væri glatað, en málið er víst bara þannig að það er ekkert neikvætt að finna um hann.

Michael væri einfaldlega einn indælasti gaur sem hann hefur kynnst og Steve vonar að þetta samband sé komið til að vera. Steve ræddi einnig sambandið hjá Jimmy Kimmel þar sem Jimmy spurði hann um hvað honum fyndist um að dóttir hans væri að deita kynþokkafyllsta mann í heimi. Steve sagði þá: „Hann er næs gæji, en hann er alls ekki kynþokkafyllsti maður heims í mínum augum“ og skellhló svo.

Ástin virðist blómstra hjá Lori og Michael og virðist hann Mikki bera hana Lori á höndum sér. Börnin þeirra verða falleg- ég get alveg spáð fyrir um það.mbl.is