Linda P lýsir eftir kærasta

Linda Pétursdóttir hefur margoft þurft að létta sig um ævina.
Linda Pétursdóttir hefur margoft þurft að létta sig um ævina. mbl.is/Ásta Kristjánsdóttir

Undanfarið hefur Linda Pétursdóttir verið að hjálpa konum að losna við aukakílóin með því að vinna í hugsunum sínum. Þar vísar hún til frum- og framheila en hún segir frumheilann vera þann sem stjórni vanalega hvötum okkar og geri það að verkum að við tökum óskynsamlegar ákvarðanir hvað snýr að mataræði.

Sjálf fastar Linda alltaf frá kvöldmat og fram að hádegismat daginn eftir. Hún segist ekki vera á neinum ákveðnum kúr og leyfi sér allt innan skynsemismarka. Varðandi lengri föstur segir Linda þær vera í lagi af og til fyrir þá sem það vilja en sjálf tekur hún ekki lengri föstur en fram að hádegi.

„Það er allt í lagi eitt og eitt skipti fyrir þá sem eru ekki með átröskun, þetta á náttúrlega ekki við fólk sem er með átröskun. En við þurfum ekki að vera stöðugt étandi. Við þurfum ekki allan þennan mat. Eina ástæðan fyrir því að við erum í ofþyngd er að við borðum meira en við þurfum á að halda. Líkaminn þarf ekki alla þessa orku þannig að við erum aðeins að reyna að draga úr því og stytta matargluggann. Þetta er bara svona skynsemi. Eins og ég segi við þær: þú átt að fara að hlusta á líkamann, hvenær þú ert líkamlega svöng og tilfinningalega svöng, og þú átt að hætta að borða áður en þú þarft að hneppa efstu tölunni á buxunum, það er mjög góð regla,“ segir Linda og bætir við: „Það eru engir kúrar í því sem ég er að kenna, við erum að vinna með hausinn og þar gerast kraftaverkin. Heilinn er besta verkfærið til þyngdartaps,“ segir Linda í viðtali hjá þeim Loga Bergmann og Sigga Gunnars í Síðdegisþættinum.

Óskar eftir kærasta

Það hefur verið mikið að gera hjá Lindu, sem virðist vera með alla hluti á hreinu. Hún viðurkennir þó að hana vanti eitt í lífið og það sé kærasti.

„Ég skal segja þér eitt sem mig vantar; mig vantar kærasta, það er alveg kominn tími á það,“ segir Linda og lýsir því í leiðinni hvaða kosti hann þurfi að hafa.

„Hann þarf að vera hár, helst svona yfir 190, það væri mjög heppilegt, dökkhærður, myndarlegur, vel máli farinn, kurteis, heimsmaður, kunna að tríta mig mjög vel og skemmtilegur,“ segir hún og tekur það einnig fram að allur aldur komi til greina en hann megi þó ekki vera eldri en pabbi hennar, sem er 75 ára.

Linda Pétursdóttir svaraði svo tuttugu ógeðslega mikilvægum spurningum en þar kom meðal annars í ljós að uppáhaldsmaturinn hennar er humar, hún hefur verið handtekin, ætlaði sér að verða búðarkona og gat aldrei neitt í íþróttum. Lindu finnst skemmtilegast að vera með vinkonum sínum að spjalla og leiðinlegast að þrífa. Þá fer hroki mest í taugarnar á Lindu, hún er hrædd við risastórar köngulær, trúir á Guð og finnst Logi sexí.

Viðtalið við Lindu má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan:

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir