Fiðluleikur frá nágrannanum fyrir svefninn

Ljósmynd/Unsplash/Clem Onojeghuo

Hugljúf tónlist getur svo sannarlega haft góð áhrif og hjálpað manni að slaka á fyrir svefninn.

Ég rakst á myndband af ungum systkinum sem fundu heldur betur góða leið til þess að geta sofið rótt. Undanfarna mánuði hefur svefnrútína þeirra samanstaðið af því að opna svefnherbergisgluggann og spjalla við nágranna sinn sem heitir Olive.

Olive býr beint á móti þeim og er að læra að spila á fiðlu. Systkinin hvetja hana áfram og njóta ljúfra tóna fyrir svefninn og eru þau orðin perluvinir.

Foreldrar þeirra sögðu frá því að eftir að systkinin áttuðu sig á því að hjónaherbergisglugginn væri beint á móti glugga Olive hitta þau hana alltaf klukkan hálfátta á kvöldin til að spjalla við þessa nýju vinkonu sína og slaka á fyrir svefninn.

Ótrúlega krúttleg vinátta hér á ferð þar sem tónlistin heldur áfram að sameina og veita gleði!

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist